Monday, July 26, 2010

Leitin af hinum eina sanna...


maskara.. that is.. hef lengi verið að leita af fullkomna maskaranum.. sem að lengir, þykkjir og klessist ekki.. hef ekki enþá fundið hann.. hef lent á mörgum sem hafa ekki staðist kröfurnar.. (þetta er bara eins og leitin af hinum eina sanna manni :p ) Hérna fyrir neðann eru þeir sem ég hef prófað og ekki verið nógu ánægð með...





Loreal double extension.. var búin að prófa þennann svarta..
áhvað að sjá hvað þessi rauði hefði fram fyrir hann..
þetta er alveg fínn maskari.. lengir en þykkir ekki
og það sem mér finnst alveg mega pain við maskar er
þegar maður þarf að ná honum af með einhverji sérstakri
gráðu af heitu vatni... 38° heitt vatn á að nota til að ná þessum af..
nenni þessu ekki alveg :)

Maybelline coloassal volum express.. átti víst að vera
drauma maskarinn.. þannig að ég hljóp úti búð og keypti
hann... mistake.. var ekki að lengja neitt og þykkti ekkert
svakalega mikið.. heyrði einhverntímann af því að það var
einhver að kvarta yfir lyktinni af honum.. var ekkert að
pirra mig.. :)

Chanel Inimitable mascara.. helv.. dýr.. hélt nú að hann myndi virka
eitthvað sökum þess hve dýr hann er.. en nei.. lengir alveg en finnst
hann ekki þykkja neitt.. finnst útlitið á honum samt mjög flott :)

Loreal Double extension... annar svona tvískiptur.. lengdi alveg en
fannst hann klessast svolitið.. og svo er ég ekki alveg að nenna
þessu tvískipta dæmi.. ekki hægt að sameina þetta í
hinum eina sanna :)

Lancome L'extreame.. keypti þennann í fríhöfninni.. en skiptir
svo sem engu máli.. er ekki hinn eini sanni.. lengir alveg en þykkir ekki..
finnst hann líka svolitið of blautur..


En svona hefur leitin mín af hinum eins sanna verið..
og leitin heldur áfram.. ef að þú veist um einhvern sem
að stenst þessi silyrði mín... að lengja og þykkja og klessast ekki
þá ENDILEGA láta mig vita :D
knús




No comments:

Post a Comment