Sunday, November 28, 2010

Próf... Íbúð... Próf

Hæ hæ og hó hó

Fyrsti í aðventu og það er nákvæmlega ekki neitt jólalegt hérna heima hjá mér.. en guð minn góður
hvað ég á eftir að skreyta og hafa það nice eftir 15.des.. geti eiginlega ekki beðið :)

Hlakka líka svoooo mikið til að fara að gera íbúðina okkar fína og flott og flytja svo í hana í janúar :) bara gaman :) svo miklu skemmtilegra að vera í eigin íbúð heldur en leiguíbúð... miklu meira hægt að gera í sinni eigin.. HUGE garður sem fylgir íbúðinni.. hlakka til að gera eitthvað flott í honum í sumar :)

En til 15.des er ekkert annað en sögu bækur og sögubækur og sögubækur... en tek smá pásu 4.des og mæti í afmæli aldarinnar hjá Fjólu vinkonu :)

Jæja farin í bækurnar...

Þið sem eruð ekki í skóla njótið þess í botn og þið sem eruð í skóla... it will soon be over :)

Monday, November 1, 2010

Jólaskreytingar....




langar mikið að fara að jólaskreyta... en það er eiginlega bara útaf því að ég á að vera að læra.. skrifa ritgerð um menningarleg áhrif hernámsins á Ísland.. alveg skemmtilegt efni og er með alveg fuuuullt af góðum heimildum.. en það er bara þannig að þegar maður á að vera duglegur að læra þá langar manni að gera allt annað.. og það sem mig langar mest að gera er að jólaskreyta.. en eftir að hafa talað við tvær vinkonur mínar sem bentu mér á að það er nú bara byrjun nóv (1.nóv og stórasta systir mín á stór afmæli í dag) þá ákvað ég að láta það bíða um tíma. ákvað bara að skoða flottar jólaskreytingar og blogga í staðinn :P metnaður í hámarki hérna :) sótti um í Tækniskólanum áðan.. allir að vera með fingers crossed fyrir mig :D
er ekki bara málið að skella sér í sturtu og sjá hvort metnaðurinn hellist ekki yfir mig :) veit annars einhver hver hægt er að fá eins og stóran skammt af metnaði og aga? :)